Myndhöfundur - þinn höfundaréttur!

 

  • Sem myndhöfundur átt þú réttindi að verja.  
  • Höfundarétturinn varir alla ævi þína og gildir í 70 ár eftir andlát þitt - höfundarétturinn erfist.
  • Myndstef aðstoðar við að standa vörð um réttindi þín sem myndhöfundur.
  • Aðilar að Myndstefi geta fengið upplýsingar um lögfræðileg atriði sem varða höfundarétt. 
  • Aðilar greiða ekki félagsgjöld til Myndstefs. Sjá nánar hér um aðild og aðildarfélög.

 

 

Þú átt réttindi að verja þegar:

 

Myndverk þín eru seld á uppboði eða fara í endursölu í galleríi - sjá nánar um Fylgirétt.

 

Ef myndverk eftir þig eru endurbirt í útgáfum, t.d. á prenti eða á netinu. - sjá nánar um Endurbirtingu.

 

Ef um sæmdarréttarbrot er að ræða - sjá nánar um sæmdarrétt myndverka.


 

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is