Myndhöfundaréttur - í allra þágu!

 

Afnot af höfundarétti er tvíþætt - önnur hliðin snýr að höfundinum en hin hliðin að almenningi - neytandanum.

 

Til þess að gera afnotin aðgengilegri hafa höfundar stofnað með sér samtökin Myndstef.

 

Þeirra hlutverk er annars vegar að auðvelda almenningi aðgang að verkum höfunda og hins vegar að semja um sanngjarna þóknun fyrir afnotin.

 

 

 

Úthlutun vegna afnota á bókasöfnum

10.01.2017

 

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008.

 

Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu, http://rsi.is/bokasafnagreidslur/

 

 

Umsóknarfrestur er  til 31. janúar

 

Vakin er athygli á að þeir sem nú þegar hafa skilað skráningu þurfa EKKI að skrá sig aftur. Ný verk eru sjálfkrafa færð á skrá höfundar.

 

 

 

Styrkafhending Myndstefs

26.09.2016

 

Það er ánægjulegt að segja frá að Myndstef hefur veitt yfir 90 milljónir í styrki til myndhöfunda í hin ýmsu verkefni á síðustu 14 árum.  

 

 

 

 

 Hér má sjá þá sem hlutu styrki Myndstefs í ár

 

 

 

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2016

21.06.2016

 

 

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2016. 

Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa einstaklingar sem starfa sem myndhöfundar.  

 

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna hér og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 16. ágúst 2016. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

 

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.

 

Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

 

Allar nánari upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is

 

Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta  á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lifað af listinni

14.03.2016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Erindi Lögfræðings Myndstefs á Photo Expo þann 24.10.2015

21.09.2015 

 

 Hér má finna áhugavert erindi Hörpu Fannar Sigurjónsdóttur lögfræðing Myndstefs á Photo Expo.

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndstef úthlutar rúmum 8,2 milljónum króna í styrki

21.09.2015 

 

Föstudaginn 18. september síðastliðinn úthlutaði Myndstef, rúmum 8,2 milljónum króna í verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki til þrjátíu og þriggja listamanna innan vébanda samtakanna. Alls fengu tuttugu og tveir umsækjendur verkefnastyrk að upphæð 300 þúsund hver og ellefu hlutu ferða- og menntunarstyrk að upphæð 150 þúsund krónur hver.

 

Þetta er þrettánda árið sem Myndstef veitir styrki af þessu tagi og hafa þeir alls numið rúmlega 82 milljónum króna á tímabilinu. Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru greiðslur til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum en eitt hlutverka samtakanna er að koma þeim greiðslum til myndhöfundanna, meðal annars í formi styrkja. Meira

 

 

 

 

 

 

Sumarlokun

30.06.2015

 

Skrifstofa Myndstefs er lokuð í júlímánuði vegna sumarleyfa. Við verðum aftur við á skrifstofunni þriðjudaginn þann 4. ágúst.

 

 

 

 

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2015

 18.06.2015

 

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2015. Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.

 

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna hér og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 17. ágúst 2015. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.

 

Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

 

Allar nánari upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is

 

 

Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta  á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.

 

Stjórn Myndstefs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skrifstofa samtakanna er lokuð milli jóla og nýárs

22.12.2014

 

Við verðum aftur við mánudaginn 5. janúar 2015.

 

 

 

 

Samstöðufundur vegna birtingu safna á internetinu

18.11.2014

 

Í gær mánudaginn 17. nóvember var haldinn samstöðufundur í SÍM húsinu vegna  birtingu safna á internetinu. Hér má finna erindi Hörpu Fannar lögfræðings Myndstefs.

 

 

 

 

 

 

Almennir punktar og vangaveltur eftir höfundaréttarráðstefnu í Helsinki, september 2014

14.oktober 2014 

 

HöfundaréttarráðstefnaHelsinki

26. og 27 . september 2014

 

Harpa og Ólöf sóttu norðurlandaráðstefnu um myndhöfundarétt í Finnlandi í lok September. Ráðstefnan og umfjöllunarefnið var afskaplega skýrt og fjallaði um málefni sem Myndstef hefur barist fyrir síðastliðinn áratug. Mismunandi var hversu langt hvert og eitt norðurlandanna var komið í baráttu sinni: Norðmenn virðast vera komnir styst, Svíar lengst en þar á eftir Danir og Finnar. Ísland var alger eftirbátur.

 

Smá samantekt á milli Norðurlanda meira...

 

 

 

 

 

Skrifstofa Myndstefs er lokuð dagana 24.,25. og 26. september vegna höfundaréttar-

ráðstefnu.

 

Við verðum komin aftur til starfa mánudaginn 28. september.

 

 

 

 

 

Úthlutun verkefnastyrkja og ferða- og menntunarstyrkja Myndstefs 2014

18.09.2014

 

Í dag fimmtudaginn 18. september kl. 17:00 verður úthlutað verkefnastyrkjum og ferða- og menntunarstyrkjum Myndstefs.

Í úthlutunarnefnd Myndstefs sátu; Ásta Björk Ríkharðsdóttir (Félag leikmynda- og búningahöfunda), Gunndís Ýr Finnbogadóttir (Samband íslenskra myndlistamanna), Kristín Edda Gylfadóttir (Félag íslenskra teiknara).

 

  • 20 umsækjendur hlutu verkefnastyrk að upphæð 300.000 kr. hver og 15 umsækjendur hlutu ferða- og menntunarstyrk að upphæð 150.000 kr. hver.
  • Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru greiðslur til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum en eitt af hlutverkum samtakanna er að koma þeim greiðslum til myndhöfundanna, meðal annars í formi styrkja.
  • Þetta er tólfta árið sem stjórn Myndstefs veitir styrki af þessu tagi og nema þeir rúmlega 74 milljónum á þessu tólf ára tímabili.

 

Styrkþegar verkefnastyrkja 2014

 

Eftirtaldir aðilar hlutu verkefnastyrk að upphæð 300.000 hver, alls bárust 71 umsóknir um þennan styrk í ár: Meira

 

 

 

Sumarlokun

30.06.2014

 

Skrifstofa Myndstefs er lokuð í júlímánuði vegna sumarleyfa.

 

 

 

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2014

 30.06.2014

 

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2014. Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.

 

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna hér og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 18. ágúst 2014. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.

 

Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

 

Allar nánari upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is

 

 

Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta  á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.

 

Stjórn Myndstefs

 

Myndstef heiðrar frumkvöðulinn
að stofnun samtakanna

07.05.2014

 

 

 

Stjórn Myndstefs heiðraði nýlega á aðalfundi sínum Knút Bruun lögmann, frumkvöðul að stofnun samtakanna og einn af brautryðjendunum í höfundarréttarmálum hér á landi. Við þetta tækifæri var Knútur sæmdur heiðursfélaganafnbót fyrir áralöng störf sín í þágu íslenskra listamanna sem aðild eiga að sjóðnum, en að honum standa félög myndlistarmanna, ljósmyndara, teiknara, leikmynda- og búningahöfunda, arkitekta, hönnuða og ýmissa annarra stofnana og einstaklinga sem fara með höfundarétt myndverka.

 

Myndstef var stofnað árið 1991 og ... meira

 

 

Yfirlýsing

07.05.2014

 

Yfirlýsing frá Myndstefi vegna eftirgerðar Fischer einvígistaflborðs sem var til sýningar í Fischer Setrinu á Selfossi, en höfundur frumverksins er Gunnar Magnússon.

 

Tilurð málsins:

 

Í ágúst 2013 barst Myndstefi ábending um meinta ólögmæta eintakagerð og opinbera notkun á Fischer taflborði Gunnars Magnússonar. Í samræmi við vinnureglur Myndstefs var leitað gagna og upplýsinga um notkunina og þá mögulegt brot á höfundarétti myndhöfundar. Meira

 

 

 

 

 

Mál Kjartans Péturs Sigurðssonar í hæstarétti

05.12.2013

 

Þann 3. október snéri hæstiréttur við dómi héraðsdóms í máli Kjartans Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, Plúsarkitektum og Sagafilm. Íslenska ríkið, Plúsarkitektar og Sagafilm er gert að greiða Kjartani Pétri Sigurðssyni samtals rúmlega milljón, auk vaxta og málskostnaðar, vegna ólögmætrar notkunar á ljósmynd sem Kjartan var höfundur að. Sjá dóm hér

 

 

 

 

Tímamótasamningur milli Myndstefs og Listasafns Reykjavíkur

29.05.2013

 

 

Ragnar Th. Sigurðsson, stjórnarformaður Myndstefs og Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, undirrituðu föstudaginn 24. maí tímamótasamning milli Myndstefs og Listasafns Reykjavíkur.

 

Samningurinn fjallar um opinbera birtingu myndverka eftir íslenska og erlenda listamenn sem hafa falið Myndstefi umsýslu með höfundarrétt sinn. Um er að ræða birtingu á myndverkum í tengslum við starfsemi safnsins, skilyrði er varða þá birtingu samkvæmt íslenskum höfundalögum og tryggingu fyrir því að listamenn fái sanngjarna þóknun fyrir þau not. meira...

 

 

 

Málþing um höfundarétt 16.03.2013

14.03.2013

 

Málþing um höfundarétt verður haldið í Listasafni Íslands, laugardaginn 16. mars frá kl. 11 - 13. Málþingið er öllum opið og mun Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðilegur ráðgjafi Myndstefs, halda stutta tölu um íslensk höfundalög.

 

 

MÁLÞING - LISTASAFN ÍSLANDS - HÖFUNDARÉTTUR, TAKMÖRKUN OG MÖGULEIKAR

 

Laugardaginn 16. mars kl. 11 - 13. Fjallað verður um málið útfrá mismunandi sjónarhornum þar sem varpað verður ljósi á núvernadi stöðu þessara mála með hliðsjón af tilgangi laganna og framkvæmd; stöðu myndlistarmanna, almennings, stofnana og fræðasamfélagsins.

 

DAGSKRÁ

 

11:00 - 11:20

 

Höfundaréttarlög

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðilegur ráðgjafi Myndstefs

 

 

11:20 - 12:00

 

Flæði myndefnis á tímum starfrænna miðla

Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur

 

 

12:00 - 12:20

 

Staða Listasafns Íslands með hliðsjón af höfundaréttarlögum

Dr. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri

 

 

12:20 - 13:00

 

Umræður

Fundarstjóri: Dagný Heiðdal

 

Málþingið er öllum opið og ókeypis aðgangur

 

 

 

 

Metum listina að verðleikum – njótum hennar löglega!

29.01.2013

 

 

Síðast liðinn föstudag var hrundið af stað átaki til þess að hvetja Íslendinga til að nota löglegar netsíður sem skila greiðslum til listamanna þegar verk þeirra eru sótt á netið. Að átakinu standa SMÁÍS - Samtök myndrétthafa á Íslandi, SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SKL –Samtök kvikmyndaleikstjóra, STEF - Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, SFH – Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Félag íslenskra bókaútgefenda. Ennfremur styðja eftirtalin samtök rétthafa átak þetta: Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikstjóra á Íslandi, Hagþenkir, Myndstef og Rithöfundasamband Íslands, en einnig leggur fjöldi listamanna átakinu lið.

Megintilgangur þess er að vekja athygli á því að Íslendingar geta nálgast afþreyingu á netinu eftir fjölmörgum löglegum leiðum.

 

Á heimasíðu átaksins www.tonlistogmyndir.is er að finna margvíslegan fróðleik um þá löglegu valkosti sem neytendum standa til boða.

 

Hvatningarskilaboð þessa átaks munu á næstunni birtast landsmönnum í fjölmiðlum og kvikmyndahúsum. Aðstandendur átaksins vænta þess að umræða um þessi mál aukist í kjölfarið og að vitundarvakning verði á meðal almennings um áhrif ólöglegs niðurhals á skapandi greinar.

 

 

 

 

 

Gestavinnustofur í Berlín

 

Félögum Myndstefs býðst nú að sækja um Gestavinnustofur SÍM í Berlín.

Meira...

 

 

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is