Hvað er Myndstef?

Myndstef eru höfundaréttarsamtök sem standa vörð um höfundarétt höfunda og höfundarétthafa sjónlista, þar með talið myndlistarfólks, ljósmyndara, arkitekta og hvers kyns hönnuða. Myndstef er ekki rekið í hagnaðarskyni.

Hvað gerir Myndstef?

Myndstef veitir leyfi til endurbirtingar verka félagsmanna samtakanna gegn þóknun og úthlutar þeim fjármunum til höfunda í beinum úthlutunum og í formi styrkja. Myndstef innheimtir höfundaréttargjöld (fylgirétt) vegna endursölu listaverka og úthlutar til höfunda.

Fréttir

Posted

Auka-aðalfundur

í samræmi við ákvörðun aðalfundar 13. júní 2023 um að halda auka-aðalfund boðar Myndstef til auka-aðalfundar 7. mars kl. 16.30-17.00. Öll aðildarfélög hafa fengið boð, en öllu félagsfólki [...]